Serenöður í setustofum: Kammertónlist kvenna frá rómantíska tímanum

Harpa

1. apríl

Miðaverð frá

4.800 kr.

Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona, Darina Ablogina flautuleikari og Peter Croton gítarleikari flytja verk frá snemmrómantíska tímanum, sum frumsamin en önnur í umritun fyrir flautu og gítar. Sú hljóðfærasamsetning var vinsæl á sínum tíma því að hún hentaði vel til flutnings í heimahúsum og salonum heldri manna.

Flytjendur hafa lagst í rannsóknir á þessari tegund tónlistar og leitt fram í dagsljósið framlag þriggja kventónskálda til tónlistarsögunnar, þeirra Mariu Szymanowsku (1789-1831), Emiliu Giuliani-Guglielmi (1813-1850) og Catharinu Josephu Pratten (1824-1895).

Einnig hljóma verk eftir Ferdinando Carulli (1770–1841), Johann Kaspar Mertz (1806–1856), Mauro Giuliani (1781–1829) og Felix Mendelssohn (1809–1847).

Á tónleikunum leikur Peter Croton á sögulegt hljóðfæri, rómantískan gítar sem gítarsmiðurinn René Lacôte útbjó í París árið 1822.

Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés.

Nánari upplýsingar um Reykjavík Early Music Festival: https://reykjavikearly.is/

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger