Tríó Sölva Kolbeins / Collage - Múlinn Jazzklúbbur

Harpa

21. janúar

Miðaverð frá

4.900 kr.

Sölvi Kolbeinsson, saxófónn

Hilmar Jensson, gítar

Magnús Trygvason Eliassen, trommur

Tríó saxófónleikarans Sölva Kolbeinssonar leikur efni af plötunni Collage sem kom út hjá Reykjavík Record Shop í nóvember 2025. Collage er fyrsta hljómplata Sölva eingöngu með eigin tónsmíðum. Þetta er tilraunakenndur djass, innblásinn af dvöl hans í Berlín og Kaupmannahöfn ásamt því að flytja aftur heim til Íslands. Lögin eru ólík og tákna mismunandi augnablik, myndir, hver og ein með eigin stemningu og sterk karaktereinkenni. Saman skapa myndirnar heild og þaðan kemur titill plötunnar. Tríóið varð til út frá dúói Sölva og Magnúsar en þeir voru paraðir saman við Hilmar á Djasshátíð 2020 og spiluðu þar stórskemmtilega tónleika. Til að byrja með spiluðu þeir sín uppáhalds lög eftir aðra en fókusinn færðist fljótlega yfir á tónsmíðar Sölva. Eftir að spila fleiri tónleika og prófa allskonar héldu þeir í hljóðver desember 2024. Nú er komin plata og meira á leiðinni!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger