© 2025 Tix Miðasala
Hallgrímskirkja
•
7. mars
Miðaverð frá
3.200 kr.




Eyþór Franzson Wechner –Hádegistónleikar / Matinée
Hádegistónleikar með Eyþór Franzson Wechner, organista við Blönduóskirkju verða laugardaginn 7. mars kl. 12 í Hallgrímskirkju.
Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. 14 ára hóf hann orgelnám, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Við Hochschule für Musik und Theater „Felix Mendelssohn Bartholdy“ Leipzig lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prof. Stefan Engels. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Litháen og í Ástralíu.
HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR

