Með lögum skal land byggja - Rokkkór Íslands, Lögreglukórinn og Stebbi Jak

Harpa

20. maí

Miðaverð frá

8.990 kr.

Rokkkór Íslands og Lögreglukórinn ásamt hinum kröftuga Stebba Jak halda stórtónleika undir yfirskriftinni Magnús – Með lögum skal land byggja þann 20. maí 2026 í Silfubergi í Hörpu. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs okkar ástsælu tónlistarmönnum þeim Magnúsi Eiríkssyni, Magnúsi Kjartanssyni og Magnúsi Þór Sigmundssyni, þar sem þeirra tónlistarsmíð fær að njóta sín í nokkuð óhefðbundnum og rokkuðum búningi undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

Á tónleikunum verða fluttar margar af þeim perlum sem Maggarnir hafa lagt til íslensks tónlistarlífs og þeir heiðraðir fyrir framlag sitt til tónlistararfs þjóðarinnar. Hljómsveit kvöldsins er skipuð af einvala liði tónlistarfólks undir stjórn Sigurgeirs Sigmundssonar sem jafnframt stendur vaktina á gítarnum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru þeir Skálmaldarfélagar Jón Geir Jóhannsson á trommur og Þráinn Árni Baldvinsson á gítar. Einnig verða þungavigtarmennirnir Eiður Arnarsson á bassa og Birgir Þórisson á hljómborð. Kynnir kvöldsins verður Ólafur Páll Gunnarsson sem mun fræða og skemmta tónlistargestum af sinni alkunnu snilld um sögu rokksins.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger