Reykjavík Early Music Festival: Alla Napoletana!

Harpa

2. apríl

Miðaverð frá

8.900 kr.

Christina Pluhar, einn fremsti túlkandi tónlistar fyrri alda í heimi, kemur með hljómsveit sína L’Arpeggiata á hátíðina Reykjavík Early Music Festival í dymbilviku árið 2026. Hún hyggst bjóða áheyrendum í seiðandi ferðalag um stræti og torg Napólí-borgar í aldanna rás. Á tónleikunum komumst við í tæri við örgeðja óperusöngvara sem ólga eins og Vesúvíus, heyrum söngva um ást og æði og gleymum okkur við trylltar tarantellur. 

Missið ekki af þessum fágæta tónlistarviðburði.

Lengd tónleika ca. 85 mínútur, án hlés.

Námsmenn, 25 ára og yngri, fá 50% afslátt af almennu miðaverði, í miðasölu Hörpu.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger