© 2025 Tix Miðasala

Iðnó Jazz
•
14. desember
Miðaverð frá
2.500 kr.




Djass Sendiboðarnir
Hljómsveitinn Djass sendiboðarnir tekur ofan hattinn fyrir goðsögnum “Hard Bop” tímabilsins og samanstendur af nokkrum reyndustu djassleikurum landsins. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2007 og trommuleikarin Erik Qvick leiðir kvintettin. Djass Sendiboðarnir hefur t.ð komið fram á tónleikum djassklubbsins Múlan og Listasumri Akureyrar. Leikin verða lög eftir Tina Brooks, Hank Mobley, Lee Morgan, Kenny Dorham og fleiri þar sem áherslan er á sveiflu, lagræn sólo og almennan hressleika.
Hljómsveitina skipa þeir:
Snorri Sigurðarson, trompet
Ólafur Jónsson, saxófónn
Kjartan Valdemarsson, píanó
Þorgrímur Jónsson , bassi
Erik Qvick, trommur.
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

