Umbreyting er ákvörðun - Janúarráðstefna Festu 2026

Harpa

30. janúar

Miðaverð frá

5.900 kr.

Janúarráðstefna Festu 2026 - Umbreyting er ákvörðun

Janúarráðstefna Festu er stærsti árlegi sjálfbærniviðburður á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Hörpu þann 30. janúar undir yfirskriftinni "Umbreyting er ákvörðun”.

Umbreyting felur í sér ákvörðun um að trúa á framtíðina og á ráðstefnunni leiðir Festa saman áhrifafólk, sérfræðinga og skapandi hugsuði, innlenda og erlenda, sem deila raunverulegum umbreytingarsögum úr ólíkum geirum atvinnulífsins. Dagskráin er að venju afar fjölbreytt og glæsileg og verður kynnt innan skamms.

Sem sérstakan kaupauka fyrir þau fyrstu til að tryggja sér miða býður Festa í fyrsta sinn uppá gagnvirka vinnustofu með EN-ROADS loftslaghermilíkaninu innifalda í miðanum. Líkanið var þróað af MIT-háskóla og Climate Interactive og hefur verið notað víða um heim af leiðtogum í stjórnmálum, viðskiptalífi og menntakerfi til að efla gagnreynda umræðu og ákvarðanatöku í loftslagsmálum

Athugið að ef þú vilt nýta þér kaupaukann þá er nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega á vinnustofuna hér, eftir að búið er að kaupa miða á ráðstefnuna. Vinnustofunar verða tvær og eru tveir tímar í senn og fara fram þann 22. Janúar. (Athugið að einungis 70 sæti eru í boði á EN-ROADS og fyrstur kemur, fyrstur fær.)

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger