© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
16. apríl
Miðaverð frá
35.000 kr.




Árlegt Velsældarþing fer fram í Reykjavík, 16.-17. apríl 2026. Þingið er mikilvægur vettvangur samræðna og samvinnu meðal stjórnmálamanna, leiðtoga fyrirtækja, fræðimanna og sérfræðinga á heimsvísu þar sem leitast er við að forgangsraða í þágu velsældar og lífsgæða almennings á breiðum grunni. Velsældarþingið leggur áherslu á að finna nýjar leiðir sem frábrugðnar hinni hefðbundu nálgun út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.
Þema þingsins í ár er Velsæld sem drifkraftur (e. The Power of Wellbeing). Kjarni þemans er sá að velsæld sé lykilforsenda seiglu, nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar. Á þinginu fá þátttakendur tækifæri til að velta því fyrir sér hvernig velsældarmiðaðar nálganir geti styrkt samfélög, haft jákvæð áhrif á stefnumótun og stutt við félagslega og umhverfislega sjálfbærni til lengri tíma.
Velsældarþingið verður haldið í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi Reykjavíkur, og er skipulagt af embætti landlæknis með styrk frá Evrópusambandinu. Fyrsta Velsældarþingið í Reykjavík var haldið árið 2023. Nánari upplýsingar, þar á meðal upptökur frá fyrri þingum og upplýsingar um fyrirlesara, má finna á heimasíðu þingsins.
Dagskrá:
16. apríl:
· 09:00–12:00 – Fyrirlestrar / málstofur**· 12:00–13:00 –** Hádegisverður**· 13:00–17:00 –** Fyrirlestrar / málstofur**· 18:00–19:00 –** Velsældarganga
17. apríl:
· 09:00–12:00 – Fyrirlestrar / málstofur**· 12:00–13:00 –** Hádegisverður**· 13:00–17:00 –** Fyrirlestrar / málstofur
Verð: 35.000 báða dagana, allt innifalið, þar með taldar máltíðir.

