© 2025 Tix Miðasala
Hvalsneskirkja
•
19. desember
Miðaverð frá
2.500 kr.




Daníel Hjálmtýsson ásamt Jónu Særúnu Sigurbjörnsdóttur kemur sér fyrir í Hvalsneskirkju þann 19. desember og flytur hlý jólalög í bland við ábreiður af lögum Leonard Cohen og fleiri.
Daníel hefur vakið mikla athygli víðsvegar fyrir eigin tónlist en hann sendir frá sér sína aðra breiðskífu á næsta ári. Þá hafa jólatónleikar hans í IÐNÓ í Reykjavík og m.a. í Hvalsneskirkju vakið sérstaka athygli, einna helst vegna flutnings Daníels á lögum Leonard Cohen. Hefur Daníel flutt lög Cohen við ýmis tilefni fyrir troðfullum sal um allt land síðasta áratuginn.
Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir, unnusta Daníels, hefur komið fram á nokkrum tónleikum hans sem sérstakur gestur en hún nemur söng við Tónlistarskóla Sandgerðis við góðan orðstír.
Parið býr í Suðurnesjabæ ásamt syni sínum Hrafni Viðari Eyþórssyni og hundinum Ringo en sá fyrrnefndi er einnig nemandi við Tónskóla Sandgerðis og verður sérstakur gestur kvöldsins.
Líkt og á aðventunni geta fleira gestir einnig dottið í hús.
Öll eru velkomin og hefst miðasala á Tix.is þriðjudaginn 25. nóvember nk. og er miðaverð 2.500 krónur. Einnig er hægt að greiða við hurð
Við hlökkum til að sjá ykkur

