Jólatónleikar SLYSH – Til styrktar Sjóðinum góða

Hótel Örk

16. desember

Miðaverð frá

3.000 kr.

Jólatónleikar SLYSH – Til styrktar Sjóðinum góða

Hljómsveitin SLYSH ætlar að tjalda öllu til og halda jólatónleika til styrktar Sjóðinum góða, annað árið í röð. Hlutverk sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin. Allur ágóði miðsölu mun renna til Sjóðsins góða.

Í ár verða tónleikarnir á Hótel Örk, þriðjudaginn 16. desember og strákarnir ætla að gera sitt allra besta til að halda uppi góðu jólastuði.

Hljómsveitin SLYSH er hljómsveit er stofnuð af sex strákum í Hveragerði fyrir þremur árum í Grunnskólanum í Hveragerði. Í dag eru þeir á aldrinum 16-18 ára og á fullu að spila og búa til tónlist.

Á jólatónleikunum verða spiluð klassísk jólalög í bland við brot af eigin efni og með þeim verða góðir gestir.

  • Pálmi Gunnars tekur lagið

  • Ágústa Eva tekur lagið

  • Litlasveit hitar liðið upp

  • Sérstakur kór SLYSH syngur ljúfa tóna

  • Halli Daða kynnir og skemmtir liðinu

og aldrei að vita nema að fleiri góðir gestir láti sjá sig.

Enginn tapar á að mæta, þú styður gott málefni og færð jólastemningu í kaupbæti.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger