© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
2. maí
Miðaverð frá
5.990 kr.




Söngvarinn Emilio Santoro, sem hlaut titilinn ‘Ultimate Elvis Tribute Artist World Champion 2024’ frá Elvis Presley Enterprises í Graceland, snýr aftur til Íslands vegna mikillar eftirspurnar með Elvis verðlaunasýningu sína.
Strax eftir að hafa tryggt sér titilinn á heimili konungs rokksins í Memphis Tennessee á síðasta ári, kom Emilio með sýningu sína í Hörpu í fyrsta skipti og hristi heldur betur upp í áhorfendum sem flestir voru staðnir á fætur syngjandi og kölluðu eftir að hann kæmi aftur.
Nú mun hinn 23 ára gamli söngvari stíga enn eina ferðina í bláu rúskinns-skóna og túlka Elvis á hans yngri árum með magnaðri sýningu í maí næstkomandi. Studdur af öflugri níu manna hljómsveit sinni The Creoles, mun Emilio heilla áhorfendur með einstaklega sannfærandi og nákvæmum flutningi á mörgum af stærstu rokksmellum allra tíma, þar á meðal Jailhouse Rock, Devil in Disguise, Can't Help Falling in Love, Hound Dog, Always on My Mind og mörgum fleiri.
Emilio Santoro sem Elvis snýr aftur til Íslands aðeins eitt kvöld í Eldborgarsal Hörpu 2. maí 2026, klukkan 20:00.
Þú munt hvorki trúa eigin augum - né eyrum!

