Hrekkjavöku-tónleikar í Skálholti

Skálholtskirkja

31. október

Miðaverð frá

0 kr.

Hrekkjavöku-tónleikar í Skálholti föstudaginn 31. október kl. 20:00.

Skálholtsdómkirkja breytist í dularfullt tónlistarhús þar sem orgelið fær að njóta sín í öllum sínum óhugnaði!

Jón Bjarnason, organisti, leikur "hræðileg" verk í tilefni dagsins og Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, fyllir kirkjuna með krafti og dulmögnun.

Á efnisskránni verða ýmis verk tengd hrekkjavöku, í draugalegum dúr, eða moll. Það er jafnvel mögulegt að Óperudraugurinn sjálfur láti sjá sig!

Komdu, hlustaðu, og láttu hrollinn renna niður bakið í dularfullri stemmningu í Skálholtsdómkirkju!

Tónleikagestir fá séstakt tilboð á draugalegum hamborgara og köldum á krana.

Miðaverð 2000 kr – ókeypis fyrir 12 ára og yngri

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger