© 2025 Tix Miðasala
Hallgrímskirkja
•
6. - 8. desember
Miðaverð frá
8.000 kr.




Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur lýkur sínu 99 starfsári með aðventutónleikum í Hallgrímskirkju dagana 6., 7. og 8. desember næstkomandi.
Efnisskrá tónleikanna 2025 verður með hefðbundnu sniði, hátíðleiki, frumleiki og fastir liðir!
Sérstakur gestur kórsins í ár er Gunnar Björn Jónsson tenór.
Gunnar Björn Jónsson hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri árið 2008 hjá Michael Clarke. Árið 2011 fluttist hann suður yfir heiðar og hóf nám hjá Kristjáni Jóhannssyni við Söngskóla Sigurðar Demetz þaðan sem hann útskrifaðist vorið 2014. Þá um haustið lá leið Gunnars til Mílanó á Ítalíu þar sem hann nam söng við Civica Scuola di Musica Claudio Abbado undir leiðsögn Vincenzo Manno og lauk náminu tveimur árum síðar.
Gunnar kemur reglulega fram sem einsöngvari hér heima og hefur sungið nokkur óperuhlutverk á Íslandi, í Þýskalandi og á Ítalíu. Af þeim má nefna Elvino í La sonnambula (Bellini), Alfredo í La traviata (Verdi), Edgardo í Lucia di Lammermoor (Donizetti), Roberto í Le Villi (Puccini) og Nemorino í Ástardrykknum (Donizetti). Gunnar kom í fyrsta sinn fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands hausttið 2024 þegar hann söng tenórhlutverkið í 9. sinfóníu Ludwigs van Beethoven á tónleikunum Klassíkin okkar.
Með kórnum verða hljóðfæraleikararnir Lenka Mátéová sem leikur á orgel, Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson leika á trompet og Eggert Pálsson á slagverk.
Eldri félagar kórsins verða sérstakir heiðursgestir á tónleikunum.
Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson.
Miðar fást á tix.is og hjá kórfélögum, 8.000.-
Við hlökkum til að eiga ánægjulega stund með ykkur í aðdraganda jóla.

