© 2025 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
1. nóvember
Miðaverð frá
2.000 kr.




Ungleikur er leikhúsfestival þar sem ungskáld og leikarar taka yfir sviðið og glæða það lífi með 5 örverkum eftir höfundana Ástrósu Hind Rúnarsdóttur, Theu Snæfríði Kristjánsdóttur, Þorstein Sturlu Gunnarsson, Iðu Ósk Gunnarsdóttur og Þór Ástþórsson.
Sýnt verður tvisvar:
Kl. 16 þar sem aðgangur er ókeypis, en miðaverð kr. 2.000 kl. 20.
Ungleikur er einn af viðburðum Unglistar, listahátíðar ungs fólks sem er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi.
Sjá heildardagskrá Unglistar 2025 hér: https://fb.me/e/6YKknB6xR

