Misbrigði XI

Listaháskólinn Laugarnesi

30. október

Miðaverð frá

0 kr.

Verkefnið Misbrigði er nú unnið í ellefta sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Markmið þess er að rannsakaða leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar og vekja um leið athygli á textílsóun.

Það er óhætt að segja að framleiddur sé fatnaður langt umfram það sem við þurfum og að mengun af þeim sökum sé komin úr böndunum. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu þurfum við að huga að, draga úr neyslu og nýta betur það sem við höfum. Þar getur skapandi endurnýting spilað veigamikið hlutverk í framtíðinni en það þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Með aðferðafræði hönnunar og þekkingu má glæða gömul klæði og efni nýju lífi, sem við gerum hér.

Nemendurnir sem sýna í ár eru:

Unnur Ósk Wium Hörpudóttir

Dagný Rún Gísladóttir

Agla Arnarsdóttir

Birta Clara Fernandez Birnudóttir

Íris Jóna Egilsdóttir

Ingibjörg Emma Jónsdóttir

Lovísa Ósk Nielsen

Þorsteinn Gauja Björnsson

Kristín Helga Alexandersdóttir

Arndís Amina Vaz da Silva

Charlie James Duyker

Tískusýningin verður haldin þann 30. október í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið inn ofan við húsið.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger