© 2025 Tix Miðasala

Hannesarholt
•
5. febrúar
Miðaverð frá
4.900 kr.




Fiðluleikarinn Helga Diljá Jörundsdóttir og sellóleikarinn Katrín Birna Sigurðardóttir, sem stunda báðar háskólanám í Danmörku, halda saman tónleika í Hannesarholti með fjölbreyttri og spennandi dagskrá í formi einleiksverka og dúetta.
Helga Diljá og Katrín Birna hafa báðar skarað fram úr sem ungir tónlistarmenn, og komið fram á tónleikum víða á Norðurlöndum. Þær hafa einnig báðar komið fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum Ungra Einleikara.
Báðar eiga þær það sameiginlegt að hafa mikla unun af því að spila bæði einleiks- og kammertónlist. Efnisskráin spannar breitt bil í tónlistarsögunni allt frá barokk til 20.aldar tónlistar. Þetta verður því sannkölluð tónlistarveisla.

