© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
16. nóvember
Miðaverð frá
2.900 kr.
Látið blómin tala er ögrandi hljóðrænt ritúal – óður til dulúðlegrar náttúru og ærslafengins annarleika. Í verkinu er reynt að koma framandi tryllingi og söng náttúrunnar til skila með lifandi hljóðmynd þar sem saman fléttast langspil, fagott, raftónlist, rödd og dans.
Verkið er flutt af dansara og fjórum tónlistarmönnum. Í verkinu er fengist við fólksflutninga, arfleifð, hinsegin sjálfsmynd og kórhefð Íslendinga.
Um danshöfundinn
Felix Urbina Alejandre er mexíkóskur danslistamaður sem býr í Reykjavík.
Undir nafninu „Beautiful Accidents“ býður hann öðru listafólki upp í samtal um hinn tilraunakennda líkama, ljóðrænu og skapandi bræði. Listsköpun hans hnígur að innra lífi listamannsins og fer gjarnan fram í nánu samstarfi við tónlistarfólk.
Sýningin er partur af dagskrá Reykjavík Dance Festival. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á https://www.reykjavikdancefestival.com/