© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
14. nóvember
Miðaverð frá
2.900 kr.
Slagverksleikarinn og spunatónlistarmaðurinn Joss Turnbull býr í Berlín og er kunnur fyrir skapandi nálgun sína við fingratrommuhefð Mið-Austurlanda. Listsköpun hans hverfist um írönsku trommuna tombak sem Mohammed Mortazavi kynnti hann fyrir. Joss útvíkkar möguleika hljóðfærisins á óhefðbundinn máta, t.d. með gúmmíboltum, tremolo og rauntímasampli. Þannig skapar hann hljóðræn rými sem eru í senn mínímalísk og yfirþyrmandi.
Joss Turnbull sendi nýlega frá sér sólóplötuna Turmoil (Boomslang Records, 2025) fyrir tombak, rödd og raftónlist. Platan er alltumlykjandi hlustunarupplifun og tjáningarríkt ferðalag. Orkan í tónlistinni sprettur upp úr augnablikinu, ögrun við viðtekin gildi og leit að formi sem er ófyrirsjáanlegt, heiðarlegt og hrífandi. Joss kafar ofan í heim óvissu og spennu en finnur þó einnig kyrrð í blæbrigðaríkum hljóðheimi sínum.
Sýningin er partur af dagskrá Reykjavík Dance Festival. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á https://www.reykjavikdancefestival.com/