Emerging DBL BILL: zero tolerance & DIE TRYING

Dansverkstæðið

14. nóvember

Miðaverð frá

2.900 kr.

DIE TRYING eftir Bertine Bertelsen Fadnes

Þau eru rjóð í framan, kviðurinn rís og hnígur. Ef til vill lekur lítill svitadropi af eyra þeirra, niður hálsinn, niður á gólfið. Þau voru að ljúka sér af. Nú vita þau ekki hvert þau eru að fara, en þau vita að þau geta ekki beðið.

DIE TRYING er dansverk eftir Bertine Bertelsen Fadnes. Í verkinu rannsakar hún upphaf og endalok, og allt sem gæti gerst á undan, eftir og þar á milli. Flóðljós og dauði, límbandsútlínur og framlenging þeirra, uppbygging og niðurrif, áhorfendur sem verða fegnir þegar þetta er búið en munu bíða til að gá hvort það sé eitthvað meira - við dveljum í hinu óráðna.

Um danshöfundinn

Bertine Bertelsen Fadnes er dansari og danshöfundur sem býr í Osló og Reykjavík. Hún útskrifaðist nýlega með BA í Contemporary Dance Practices frá Listaháskóla Íslands. Undanfarið hefur hún unnið með óstöðugleika, frásagnir, minningar og skáldskap, og finnur fyrir sterkri hvöt til að bæði rannsaka og tjá tilfinninguna fyrir hinu óþekkta, óráðna og óvissa.

zero tolerance eftir Leevi Mettinen

Í dansverkinu zero tolerance er tekist á við rannsakar valdahlutföllin á milli stofnana og einstaklinga, valdhafa sem telja sig hafa rétt á að beita ofbeldi, og hvernig þetta ójafnvægi vekur upp ótta innan stofnana sem og hjá einstaklingum.

Í þessu fýsíska og kröftuga verki býðst áhorfendum að hlusta og verða vitni að innhverfri hræðslu sem tjáð er í hljóði og hreyfingum.

Um danshöfundinn

Leevi Mettinen er finnskur dansari og danshöfundur sem býr í Reykjavík. Hann útskrifaðist nýlega með BA í Contemporary Dance Practices frá Listaháskóla Íslands og reynir nú að skapa eigin verk, dansa fyrir danshöfunda og styðja þau sem hallar á.

Sýningin er partur af dagskrá Reykjavík Dance Festival. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á https://www.reykjavikdancefestival.com/

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger