© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
14. nóvember
Miðaverð frá
2.900 kr.
the body symphonic er tónleikagjörningur þar sem líkaminn er bæði hljóðfæri og safn.
Verkið sprettur upp úr þjóðfélagslegu umróti í Líbanon á síðustu árum og þar er tekist á við minni, áföll og seiglu í gegnum hreyfingar, lifandi tónlistarflutning og mannsröddina. Prince stendur á sviðinu ásamt slagverkssnillingnum Joss Tornbull og vefar saman upptökur, ljóðalestur og hrynjandi þannig að úr verður margbrotið form þar sem dans verður að hljóði og hljóð verður að dansi. Verkið sem er í senn hugleiðing, hreinsun og bæn hverfist um mótstöðukraft líkamans og framsetningu sjálfsins. Það vekur hugleiðingar um mögulega framtíð þar sem nýjar goðsögur og framtíðir geta raungerst, lausar undan hernámi, nostalgíu og utanaðkomandi augnaráðs.
Sýningin er partur af dagskrá Reykjavík Dance Festival. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á https://www.reykjavikdancefestival.com/