© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
10. maí
Miðaverð frá
5.000 kr.
Að læra til að aflæra (Learn to unlearn) er tónleikayfirskrift austurríska sellóleikarans Valérie Fritz á Rising Stars hátíðinni í Hörpu.
Í gegnum litrík og ólík einleiksverk fyrir sellóið verður til þráður eða frásögn sem hverfist um samband sellóleikarans við hljóðfærið sitt. Hreyfingar, lýsing, söngur, myndlist og dans gegna hlutverki í mörgum verkanna og hljóðheimur sellósins er þaninn til hins ýtrasta.
Tónverkin spanna allt frá miðöldum og til okkar tíma en á efnisskrá er meðal annars glænýtt tónverk úr smiðju írska tónskáldsins Jennifer Walshe sem er eitt eftirsóttasta tónskáld samtímans. The Sheer Task of Being Alive (2025) fyrir selló og rödd er samið sérstaklega fyrir Valérie Fritz, þar sem hreyfingar geimfara í þyngdarleysi verða að yrkisefni.
Hreyfingar sellóleikara eru innblástur að baki Æfingu fyrir selló eftir danska tónskáldið Simon Steen Andersen fyrir selló og myndbandsvörpun en myndbandsvörpun kemur einnig við sögu í tónsmíðum hins þýska Michael Beil og hins ítalska Manuel Zwerger. Einnig hljóma sígild einleiksverk fyrir selló úr smiðjum Bachs og Brittens og nýstárleg og áhugaverð verk eftir George Crumb, Peter Eötvos og Georges Aperghis.
Valerie Fritz hefur vakið eftirtekt fyrir frjótt verkefnaval, afar persónulega nálgun við hljóðfærið sitt og framúrskarandi sellóleik. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram á tónleikum á Íslandi.
EFNISSKRÁ
Manuel Zwerger (1992)
VIOLIN TUITION (2023) fyrir sellóleikara með myndbandsvörpun
Georges Aperghis (1945)
II. Récitation Quatre úr Récitations fyrir einleiksselló (1980)
Johann Sebastian Bach (1685 - 1750)
Prélude + Courante úr Svítu númer 2 BWV 1008 (1717 - 1723) fyrir einleiksselló
Jennifer Walshe (1974)
The Sheer Task of Being Alive (2025) fyrir selló og söngrödd
Simon Steen-Andersen (1976)
Æfing fyrir strengjahljóðfæri #3 fyrir selló með myndbandsvörpun (2011)
Benjamin Britten (1913 - 1976)
Lento (introduzione) úr Sólósvítu nr. 3 (1971)
George Crumb (1929 - 2022)
Toccata úr Sónötu fyrir einleiksselló (1955)
Peter Eötvös (1944 - 2024)
Two poems to Polly (1998) fyrir talandi sellóleikara
Birgitta von Schweden (1303- 1373)
Latuit, fyrir selló með rafhljóðum
Michael Beil (1963)
String Jane (2016) fyrir selló með lifandi myndbandsvörpun
-
Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Í samtökunum, sem voru stofnuð árið 1991, eru nú 23 tónleikahús í 14 Evrópulöndum. Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum, alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið sem og frumsköpun og stuðning við ungt listafólk.
-
RISING STARS TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í HÖRPU
9. - 10. maí 2026 í Norðurljósum
Laugardagur, 9. maí kl. 17
Maat saxófónkvartettinn: Blackbird
Laugardagur, 9. maí kl. 20
Giorgi Gigashvili, píanó
Sunnudagur, 10. maí kl. 17
Valérie Fritz, selló: Learn to unlearn
Sunnudagur, 10. maí kl. 20
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó: Lady Lazarus