© 2025 Tix Miðasala
Langholtskirkja
•
1. nóvember
Miðaverð frá
5.500 kr.
Laugardaginn 1. nóvember 2025 mun Karlakórinn Fóstbræður halda tvenna tónleika í Langholtskirkju og hefjast þeir kl. 14 og kl. 17.
Líkt og fyrri ár eru tónleikarnir innblásnir af hefð allra sálna messu þar sem segja má að dyr opnist milli tveggja heima og leitar kórinn inn á við og býður upp á kyrrðarstund með ljúfum tónum sem veita áheyrendum tækifæri til að hugsa um hið fagra í lífinu, kærleika og frið og til ástvina sinna bæði lífs og liðinna.
Efnisskrá tónleikanna samanstendur af söngvum, bæði innlendum og erlendum, veraldlegum og trúarlegum sem eiga þó allir sameiginlegt að vera óður til lífsins, ljóssins og kærleikans og er rólegur upptaktur inn í dimmasta skammdegið.
Eyþór Árnason, skáld, leikari og landsþekktur sviðsstjóri, tekur þátt í tónleikunum og hefur frjálsar hendur milli laga. Eyþór gaf út sína fyrstu ljóðabók, Hundgá úr annarri sveit árið 2009 og hlaut fyrir hana Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Alls eru ljóðabækur Eyþórs sex til þessa og hefur hann verið tilnefndur til fjölda verðlauna.
Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og meðleikari Fóstbræðra að þessu sinni er Tómas Guðni Eggertsson organisti, píanisti og tónlistarstjóri Seljakirkju