Fjáröflunarkvöld WTI: Seigla og baráttuandi til framtíðar

Hafnar.Haus

23. október

Fjáröflunarkvöld WomenTechIceland verður haldinn í aðdraganda 50 ára afmælis Kvennaverkfallsins. Kvöldið er tileinkað því að fagna samstöðu, efla baráttuanda og styrkja tengslanetið. Búið verður til tímahylki þar sem safnað verður saman gögnum, efni, ljósmyndum og öðru sem tengist jafnréttisbaráttunni, með áherslu á tæknigeirann. Öllum gestum býðst að bæta við í tímahylkið. Á dagskrá verða erindi frá Kristínu Ástgeirsdóttur sagnfræðingur og fyrrum þingmaður Kvennalistans, Silju Báru Ómarsdóttur háskólarektor og listamanninum Söru Riel. Þetta er einstakt tækifæri til að styrkja félagið til góðra verka.

Tvær tegundir miða eru í boði. Hægt er að kaupa miða fyrir einn en einnig er hægt að kaupa einn miða fyrir sig og annað fyrir aðila sem annars hefði ekki tækifæri til að koma á viðburðinn. Stjórn WomenTechIceland sér um að úthluta þeim miðum.

Allur ágóði rennur í verkefni WomenTechIceland sem miða að því að efla fjölbreytileika og inngildingu í íslenskum tæknigeira. Léttar veitingar og drykkir innifaldir í verði og allir gestir verða leystir út með gjafapoka. Helsti styrktaraðili viðburðarins er NetApp. Aðrir styrktaraðilar eru Frumtak, Crowberry Capital og EDIH Ísland. Samstarfsaðilar eru Síminn, Martex og Tixly.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger