Aðventa - Mógil

Gunnarshús Dyngjuvegi 8

2. desember

Miðaverð frá

3.900 kr.

Aðventa - Mógil

Hljómsveitin Mógil flytur Aðventu í stofunni hjá Gunnari í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 þann 2. desember klukkan 20:00.  

Tónleikar og upplestur

Mógil býður til ógleymanlegar upplifunar í stofunni hjá Gunnari á Dyngjuvegi, þar sem hljómsveitin flytur tónlist af plötunni Aðventa, sem er innblásin af hinni sígildu skáldsögu Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson (1889–1975).

Tónlistin og textarnir eru samin undir áhrifum frá þessari mögnuðu sögu um Benedikt og ferðalag hans um hrjúft hálendi Íslands í leit að týndu fé. Í bland við tónlistina mun Orri Huginn Ágústsson leikari lesa valin textabrot úr sögunni, þar sem orð Gunnars verða hluti af hljóðheimi Mógils.

Í gegnum tónlistina og lesturinn fær áheyrandinn að upplifa kyrrð, fimbulfrost og fárviðri, einmanaleika og hlýju.

Þetta er einstök og innileg upplifun þar sem tónlist, orð og rými mynda samofna heild. Ekki missa af þessari ferð um veröld Benedikts, þar sem andrúmsloft, andakt og áhrif fylgja þér út úr stofunni og inn í Aðventuna.

Mógil skipa:

  • Heiða Árnadóttir – söngur

  • Hilmar Jensson – gítar

  • Kristín Þóra Haraldsdóttir – víóla

  • Eiríkur Orri Ólafsson – trompet

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger