© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
1. apríl
Miðaverð frá
7.990 kr.
OPUS 109 - Beethoven, Bach, Schubert
Eftir stórsigra Víkings Heiðars Ólafssonar víða um heim með Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastians Bachs, sem meðal annars fólu í sér hin virtu Grammy-verðlaun, heldur hann nú í könnunarleiðangur um eitt af meistaraverkum Beethovens frá síð-tímabili tónskáldsins, Sónöt í E-dúr Op. 109. Samhliða rekur hann þræðina sem tengja þetta einstaka verk fyrri verkum Beethovens, auk tónsmíða Bachs og Schuberts.
Efnisskráin er full af ægifagurri tónlist og athyglisverðum uppgötvunum. Hin stórbrotna sjötta Partíta Bachs varpar til að mynda ljósi á hvernig róttækur frumleiki Beethovens undir lok tónsmíðaferilsins átti sér djúpar rætur í skilningi hans á tónlist Bachs, sem hann stúderaði allt sitt líf. Með því að flytja saman hina nánast gleymdu sónötu Schuberts í e-moll D566 og sónötu Beethovens í sömu tóntegund op. 90 dregur Víkingur Heiðar fram þá söguskoðun að verk Schuberts, sem löngum hefur verið afgreitt sem óklárað brot, sé alls ekki óklárað þegar allt kemur til alls, heldur fullkomlega mótað, fíngert meistaraverk undir áhrifum frá sónötu Beethovens, sem kom út í Vínarborg tveimur árum fyrr. Og sónötur Beethovens í e-moll og E-dúr afhjúpa hlið á tónskáldinu sem stundum gleymist: Hina hlýju, kærleiksríku og söngrænu fegurð sem á í samspili við hið hvassa og eldfima lundarfar sem svo oft er í forgrunni í verkum Beethovens.
EFNISSKRÁ
J.S. Bach: Prelúdía í E-dúr BWV 854
Ludwig van Beethoven: Sonata nr. 27 í e-moll, op. 90
J.S. Bach : Partíta nr. 6 in e-moll, BWV 830
Franz Schubert: Sónata í e-moll, D 566
Ludwig van Beethoven: Sónata nr. 30 í e-moll, op. 109