© 2025 Tix Miðasala
Fríkirkjan í Reykjavík
•
20. desember
Sala hefst
15. september 2025, 10:00
(eftir 2 daga)
Síðustu jól sló jólaplata GDRN og Magnúsar Jóhanns rækilega í gegn og var ein mest selda vinylplata landsins.
Nokkur jólaleg lög, innihélt jólaperlur á borð við Yfir fannhvíta jörð, Komdu um jólin og Heim til þín. Auk þess að innihalda frumsamið lag eftir GDRN og Magnús sem KK flutti með þeim. Jólin 2025 efnir tvíeykið til töfrandi jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem lög plötunnar verð flutt ásamt öðrum perlum. Tónleikarnir verða kl 21:00 þann 20. desember og hefst miðasala á tix.is 15. september. Ekki missa af friðsælu andartaki í aðdraganda jóla þar sem fögur rödd GDRN blandast mjúkum áslætti Magnúsar og nándin við tónlistina verður áþreifanleg.
GDRN hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna Norðurlanda og mikla athygli. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn sem og tvær sólóplötur til viðbótar. GDRN, árið 2020 og Frá mér til þín, árið 2024. Auk tónlistarferilsins lék hún eitt aðahlutverkanna í Netflix seríunni Kötlu.
Magnús Jóhann Ragnarsson hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem píanóleikari, upptökustjóri, tónskáld og ýmislegt fleira fyrir fjölda listamanna. Hann hefur gefið út átta plötur undir eigin nafni og tvær stuttskífur. Hann var valinn tónlistarflytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2023 og 2025. Auk þess hefur hann undanfarið annast tónlistarstjórn í sjónvarpsþáttunum Idol. Bubbi Morthens, Friðrik Dór, Bríet, Ingibjörg Turchi, Skúli Sverrisson og Moses Hightower eru á meðal þess þverfaglega fjölda listafólks sem hann hefur starfað með.