© 2025 Tix Miðasala

Óperudagar
•
24. október




Ef þú kaupir þrjá eða fleiri viðburði á Óperudögum í Hörpu færðu 20% afslátt af miðaverði
Einnig er hægt að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði Óperudaga í Hörpu
Mannsröddin, eða La Voix Humaine (1959), er einþátta ópera eftir franska tónskáldið Francis Poulenc við texta eftir Jean Cocteau. Verkið byggir á einhliða símtali konunnar Elle við fyrrverandi elskhuga sinn. Öll sagan er sögð í gegnum þetta eina símtal sem breytist í sálrænan spegil, þar sem hlustandinn kynnist sambandi þeirra nánar – í gegnum húmor, örvæntingu, sjálfsblekkingu og sorg.
Óperan er skrifuð fyrir sópran og hljómsveit eða píanó og verður flutt af Kristínu Einarsdóttur Mäntylä sópran og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara. Leikstjórn er í höndum Sigríðar Ástu Olgeirsdóttur.
Flutningurinn fer fram á frönsku með íslenskri þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar sem varpað verður upp á tjald.
Lengd: 45 mínútur

