© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
8. febrúar
Miðaverð frá
4.900 kr.
Í speglinum, ferðalag um kventónsmíðar frá klassík til nútímans.
Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir kventónskáld frá ólíkum tímum og heimshornum. Flutt verða bæði nútímaverk og eldri tónsmíðar, þar sem sópranröddin, flautan og píanóið mætast í margbreytilegum samsetningum. Meðal höfunda eru Catherine McMichael og Jórunni Viðar, sem allar fanga í verkum sínum bæði persónulega og náttúrulega stemningu. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur.
Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés.
Almennt miðaverð er kr. 4900, en eldri borgurum og 17 ára og yngri býðst að kaupa miðann á kr. 3000 í miðasölu Hörpu.