© 2025 Tix Miðasala
Dansverkstæðið
•
15. nóvember
Miðaverð frá
2.900 kr.
Vera og vatnið
Vera og vatnið er danssýning eftir Bíbí & Blaka ætluð 1-5 ára börnum og fjölskyldum þeirra. Vera og vatnið var valin Barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2016.
Verkið fjallar um veruna Veru tilraunir hennar og upplifanir i´ veðri og vindum. Hún rennur til í klakapolli, flýr undan rigningu, lendir í bæði stormi og snjókomu.
Sýningin er 25 mínútur og eftir hana er áhorfendum boðið upp á svið til að skoða leikmyndina og hitta Veru.
**** “Leikverkið Vera og vatnið er ævintýralega fallegt barnadansverk… Verkið er samtímadansverk með leikrænum tilþrifum þar sem að Snædís Lilja er algerlega í essinu sínu…” Kara Hergils Fréttablaðið 19. May 2016
Þú velur verðið!
Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.
Miðaverð:
2.900 kr.
4.900 kr. (viðmiðunarverð)
6.900 kr.
Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.
Höfundur: Bíbí & Blaka
Danshöfundur: Tinna Grétarsdóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Flytjandi: Snædís Lilja Ingadóttir
Ljósmyndir og video: Steve Lorenz