Salka - Ástin og dauðinn

Margar staðsetningar

7 sýningar

Miðaverð frá

6.900 kr.

SALKA - ástin og dauðinn

„…það er fyrir þessa stund sem ég hef lifað.“

Í tilefni af tuttugu ára afmæli Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja og flytja nýtt leikverk byggt á skáldsögu Halldórs Laxness Sölku Völku á Sögulofti setursins. Stofnendur Landnámssetursins, þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, settu m.a. upp geysivinsæla sýningu á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness í Þjóðleikhúsinu árið 1999, og tengsl Þjóðleikhússins við setrið hafa verið sterk í gegnum tíðina.

„Hvernig skyldu menn lifa á svona stað? Og hvernig skyldu menn deyja?“

Salka Valka er ein eftirminnilegasta persóna Halldórs Laxness. Í sýningunni mun Unnur Ösp þræða sig í gegnum sögu hennar, umvafin tónlist úr plötusafni Halldórs Laxness sem var skáldinu innblástur við skrif bókarinnar. Í návígi við áhorfendur kallar Unnur fram stórbrotnar persónur sögunnar, með magnaðan texta Laxness að vopni. Í gegnum hættuleg en heillandi sambönd persónanna ætlar Unnur að leita að Sölku í sér og Sölku í okkur öllum.

„…en tvær sálir geta verið svo fjarlægar hvor annarri jafnvel þó þær hafi einusinni búið í sama líkama.“

Leikari og höfundur leikgerðar: Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Sýning byggð á fyrri hluta Sölku Völku eftir Halldór Laxness, Þú vínviður hreini.

Uppsetning Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Frumsýning á Söguloftinu í febrúar 2026.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger