© 2025 Tix Miðasala
Þjóðleikhúsið
•
8 sýningar
Miðaverð frá
0 kr.




Ég er að spögulera…
Harrý og Heimir snúa aftur, stútfullir af grunsemdum!
Það var seint um kvöld. Afar seint um kvöld. Reyndar svo seint að það var orðið snemma morguns. Harrý Rögnvalds einkaspæjari sat á skrifstofu sinni ásamt Heimi Schnitzel, hundtryggum aðstoðarmanni sínum. (Voff voff voff). Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Harrý og Heimir sátu saman með brakandi heilasellur.
- „Getur verið að við fáumst næst við glæpamál í Þjóðleikhúskjallaranum?“ spurði Heimir.
- „Það gæti hugsast, það fer eftir ýmsu“, svaraði Harrý.
- „Ertu ekki að meina að það gæti spögulerast?“
- „Þegiðu, Heimir.“
- „Alveg vissi ég að þú myndir segja þetta, Harrý“, sagði Heimir.
FRÆGIR SPÆJARAR – SPRELL – GAMLIR FÉLAGAR
Nú eru liðin 16 ár síðan Harrý og Heimir ruddust fyrst upp á leiksvið með sýninguna Með öðrum morðum sem naut gífurlegra vinsælda. Áður höfðu þeir smogið inn í hlustir landsmanna með eftirminnilegum hætti í fjölda æsispennandi og sprenghlægilegra sakamálaleikrita í útvarpi. Þeir reyndust einnig afar skjávænir. Nú verður Leikhúskjallarinn, með alla sína reykmettuðu skugga og skúmaskot, vettvangur æsilegra rannsókna þeirra.
Leikarar, höfundar, spuni og hugmyndavinna: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason. Handrit: Karl Ágúst Úlfsson

