Curro Rodriguez - Reykjavík Dance Festival

IÐNÓ

16. nóvember

Obsidiana y Sangre er sýning þar sem tilfinningadýpt flamenco-hefðarinnar er teflt saman við ritúalíska ákefð samtímatjáningar. Verkið hefst í þögn en spennan er smám saman byggð upp með ómstríðum röddum og dýnamískum hreyfingum sem leiða áhorfendur í ferðalag inn í þjáningu, sársauka og kaþarsis. Hér er kafað í tilfinningalíf manneskjunnar í sínu hráasta formi svo úr verður kraftmikil upplifun fyrir öll skilningarvit.

Með því að reyna á þanþol raddar og líkama skapa flytjendurnir umbreytandi rými sem vekur sterkar kenndir með áhorfendum. Sýningin kallar fram djúpstæðar tilfinningar, ögrar viðteknum hugmyndum og býður áhorfendum að takast á við spennuna á milli þagnar og tjáningar, sársauka og losunar. Þetta er engin venjuleg sýning – þetta er ritúalísk rannsókn á breytingum og seiglu.

Curro Rodríguez (Spánn, 1980) er sviðslistamaður sem vefur saman flamenco-dans og samtímalist og rannsakar lífið, dauðann og menningarlega sjálfsmynd í gegnum alltumlykjandi

innsetningar, tónlist og lifandi gjörninga þar sem ritúal, líkami og rými sameinast í yfirskilvitlegri, listrænni upplifun.

Anto López Espinosa (Madrid, 1993) er sviðslistakona sem kannar ljóðlist líkamans og vinnur með möguleikana sem felast í „lip-syncing“. Í listsköpun sinni samtvinnar hún hljóð og líkama til þess að stuðla að sameiginlegri leit að ást og samastað.

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger