© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
14. nóvember
Í dragsýningunni Gutteklubben Goes To Hell skapar dragkóngahópurinn Gutta dásamlega syndum hlaðið helvíti þar sem þið, áhorfendur, getið uppgötvað ykkar innstu langanir og þrár. Helvíti er heitt, helvíti er geggjað, helvíti er blautt og hlýtt. Gutta munu opna ykkur bæði vitsmunalega, tilfinningalega, fagurfræðilega og kynferðislega, og gera ykkur kleift að kynnast nýjum hliðum á ykkur sjálfum. Kóngarnir fjórir munu gefa ykkur allt það sem þið vissuð ekki að þið vilduð. Gutta er nýja kynhneigðin ykkar. Gutta (Strákarnir) er skandinavískur dragkóngahópur frá Osló sem samanstendur af félögunum Larry, Robin, Lavrans og RichHard. Gutta fæddust á Valentínusardaginn 2019 fyrir framan banhungraða og ákafa áhorfendur og hafa síðan sýnt víðsvegar um Noreg, Svíþjóð og Danmörku í bæði hinsegin, femínísku, pólitísku og listrænu samhengi. Gutta eru dónalegir og blygðunarlausir og hafa það að markmiði að hlæja að og hræra upp í viðteknum kynjahugmyndum!