© 2025 Tix Miðasala
Háskólabíó
•
1. október
Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2024 blæs Krabbameinsfélagið til opnunarhátíðar í Háskólabíói þriðjudaginn 1. október.
Bleik stemmning verður alls ráðandi í anddyri frá kl. 18:00 þar sem samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar kynna vörur sínar og þjónustu til styrktar átakinu og Dj Dóra Júlía sér um tónlistina.
Dagskrá á sviði hefst kl. 19:30. Forseti Íslands heiðrar samkomuna með stuttu ávarpi, auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd og Jón Ólafsson leikur af fingrum fram með þeim Sigríði Thorlacius og Valdimar Guðmundssyni.
Að því loknu verður kvikmyndin „We live in Time” frumsýnd. Í myndinni kynnumst við þeim Almut (Florence Pugh) og Tobias (Andrew Garfield) sem kynnast af tilviljun við sérstakar aðstæður. Þau verða ástfangin, koma sér upp heimili, stofna fjölskyldu og takast síðar á við erfiða áskorun sem breytir lífi þeirra varanlega og kennir þeim að meta og njóta til fulls hvers augnabliks.
Myndin fékk frábærar viðtökur á kvikmyndahátíðinni „Toronto International Film Festival” þann 6. september sl. og hefur m.a. fengið einkunina 8,9 hjá IMDb. „We live in Time” Myndin fer í almenna sýningu 11. október og því er frumsýningin á opnunarviðburðinum einstakt tækifæri.
Aðgangsmiði á opnunarhátíðina kostar kr. 5.900. Bleika slaufan fylgir hverjum miða.
Bleika slaufan er árlegt fjáröflunarátak og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum.
Allt starf Krabbameinsfélagsins miðar á einn eða annan hátt að því að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.
Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja er forsenda fyrir starfi félagsins, sem byggir alfarið á söfnunarfé.
Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.