Fyrir foreldra, kennara, ömmur og afa og áhugasama fullorðna - Komið og lærið um Kurrkvarðann

Hannesarholt

17. september

Sala hefst

15. desember 2024, 15:12

()

Dr Janet Kaufman er kennari, sáttasemjari og umræðustjóri. Hún varði megninu af starfsævi sinni við háskóla, en starfar nú sem ráðgjafi fyrir skóla, samfélagssamtök, fyrirtæki og fjölskyldur. Starf hennar byggir á alþjóðlegum viðmiðum Nonviolent Communication (Rosenberg)  og húmanískrar sálfræði sem hjálpar fólki að dýpka samskiptafærni sína, bætir samvinnu og leiðir til lausna. Meðal þess sem hún hefur gert á leið sinni er að taka þátt í að þróa The Grump Meter, (Kurrkvarðann) sem er tæki fyrir allan aldur sem styrkir kærleiksrík samskipti og tilfinningalega sjálfsstjórn. Janet er móðir tveggja ungmenna, býr með eiginmanni sínum í Boise, Idaho og er mikil útivistarkona. Hún gekk Laugaveginn fyrir nokkrum árum, er bókmenntaunnandi og nýfarin að læra á mandólín.

(Nonviolent Communication er leið til betri samskipta, skilnings og tengsla sem byggja á grunni “nonviolence” og húmanistic sálfræði. Það er ekki leið til að enda ósætti, heldur leið sem byggir á að auka samkennd og skilning til að bæta lífsgæði almennt.)

Fyrir foreldra, kennara, ömmur og afa og áhugasama fullorðna -

Komið og lærið um Kurrkvarðann

Kemur það fyrir að einhver í fjölskyldunni ykkar verður ergilegur, pirraður eða reiður? Ef þú kannast við það bjóðum við þér að koma og læra um Kurrkvarðann og átakalaus samskipti. Á þessari vinnustofu lærir þú einfalt litatungumál til sjálfsþekkingar og samskipta bæði fyrir þig og börnin. Þetta er tæki sem nýtist börnum og fullorðnum til að leysa vandamál og hvetur til friðsamlegrar tjáningar.

Við höfum öll þörf fyrir ást, skilning, virðingu, góðmennsku að tilheyra og að tekið sé tillit til okkar. Þegar okkur gengur illa að mæta þessum grunnþörfum eykst mæðan og mælirinn fyllist. Þegar við hins vegar þekkjum tilfinningar okkar, stöldrum við og metum hvort þarfir okkar séu uppfylltar, getum við gengið að rót vandans. Kurrkvarðinn einfaldar ferlið og er gagnlegt tæki til að tjá tilfinningar og þarfir á friðsælan hátt.

Komdu í hópinn og búðu til Kurrkvarða og taktu hann með þér heim til að nýta með fjölskyldunni.

2000 kr.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger