© 2025 Tix Miðasala
Gamla Bíó
•
26. september
Tónlistarkonan Una Torfa gaf út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl, þann 26.apríl síðastliðinn. Nú ætlar hún að blása til sannkallaðrar veislu og fagna útgáfunni með stórtónleikum í Gamla bíói.
Tónleikagestir geta búist við því að stíga inn í hugarheim Unu, þar sem þema og viðfangsefni plötunnar mun ekki einungis vera í tónlistinni, heldur einnig í sviðsmyndinni, tónleikasalnum og anddyri hússins.
„Þessi plata er full af lögum sem ég hef átt lengi og spilað oft. Að vissu leyti er ég að reyna að heiðra nokkrar fortíðarútgáfur af sjálfri mér. Lagið Eina sem er eftir sem inniheldur titil plötunnar, er til dæmis fyrsta flækjulausa ástarlagið sem ég samdi. Ég var átján ára og ástfangin og samdi lag sem mér fannst sjálfri svo glaðlegt og væmið að ég þorði ekki að spila það opinberlega í mörg ár, núna er það eitt af uppáhalds lögunum mínum. Lagið Engin spurning samdi ég til Hafsteins þegar við vorum að byrja saman. Ég spilaði Appelsínugult myrkur á útskriftarathöfn MR 2019 þegar ég útskrifaðist þaðan og það fyllir mig ennþá svo miklu þakklæti og hamingju yfir því hvað lífið getur verið stórkostlegt.“ - Una Torfa
Una mun stíga á svið ásamt stórri hljómsveit, strengjasveit og brasssveit. Ekki af missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Unu Torfa ásamt einvalaliði íslenskra tónlistarmanna flytja Sundurlaus samtöl og önnur vel valin lög.