Sýslumaður Dauðans

Borgarleikhúsið

6 sýningar

Miðaverð frá

6.800 kr.

Fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði

Frumsýnt 21. september

Salur: Nýja svið

Sýslumaður Dauðans er nýr, íslenskur, súrrealískur drama-gamanleikur. Ævar Birkisson missir föður sinn, Birki Ævarsson og á Útfararstofu Orfeusar fær Ævar tilboð sem hann getur ekki hafnað. Upphefst kafkaískur leiðangur Ævars í leit að föður sínum þar sem hann tekst á við ævintýralegar kynjaverur en líka rannsóknarlögreglu, spjallþáttastjórnendur og síðast en ekki síst, Sýslumann Dauðans. Verkið er skapað inn í íslenskan veruleika og er fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði.

Höfundurinn, Birnir Jón Sigurðsson var starfandi leikskáld Borgarleikhússins leikárin 2023-2024 og er Sýslumaður Dauðans afrakstur þeirrar vinnu. Leikstjórinn Stefán Jónsson grípur verkið höndum tveimur og með frábærum hópi leikara og listrænna stjórnenda leiðir okkur inn í magnaðan heim sem er í senn harmrænn og bráðfyndinn.

Höfundur: Birnir Jón Sigurðsson

Leikstjóri: Stefán Jónsson

Tónlist: Ásgeir Trausti

Lýsing: Mirek Kaczmarek/Jóhann Friðgeir Ágústsson

Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbandagerð: Birnir Jón Sigurðsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek

Leikarar:

Birna Pétursdóttir

Haraldur Ari Stefánsson

Hákon Jóhannesson

Pálmi Gestsson

Sólveig Arnarsdóttir

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger