© 2024 Tix Miðasala
Hallgrímskirkja
•
28. júlí
Sala hefst
23. desember 2024, 10:43
()
Maxine Thévenot organisti frá Albuquerque í Bandaríkjunum flytur verk eftir Moore,Cabena, Laurin, Hampton, Ager, Landry, Kerll, Bourgeois og Mulet.
Kanadísk-bandaríska tónlistarkonan Maxine Thévenot er þekkt fyrir mikla tónlistarhæfileika, músíkalska túlkun, frumlegt val á efnisskrám og ástríðu fyrir kórstjórn. Hún sameinar krefjandi starf dómorganista, gestastjórnanda og konsert-organista víða um heim.Maxine er organisti og listrænn stjórnandi Friends of Cathedral Music tónleika-raðarinnar í St. John dómkirkjunni í Albuquerque í Nýju Mexíkó. Undir stjórn hennar syngja dómkórinn og kórsöngvarar við helgihald og tónleika og hafa hljóðritað fyrir fyrirtækið RavenCD. Tónleikaferðir bæði innan Bandaríkjanna og erlendis, m.a. í Washington National Cathedral, St. John the Divine og St.Thomas Fifth Avenue í NYC, Westminster Abbey í London, York Minster og dómkirkjunum í Canterbury, Rochester, Winchester, Wells og St. Paul’s London.Auk starfa sinna við St. John dómkirkjuna starfar dr. Thévenot sem orgelkennari við háskólann í Nýju Mexíkó. Áður kenndi hún tónfræði og stjórnaði kvennakór háskólans - Las Cantantes. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi Polyphony: Voices of New Mexico, fyrsta atvinnukór fylkisins.Hún er eftirsótt sem gestastjórnandi og hefur tekið þátt í að skipuleggja fjölda viðburða. Má þar nefna: helgihald við landsþing AGO (félag organista í Bandaríkjunum) í Seattle 2022, þar sem hún stjórnaði 45 radda kór, blásarakvintett auk tveggja gestaorganista. Hún var fyrsta konan að leiða Indianapolis Three Choir Festival í apríl 2024 og var stjórnandi hátíðarkórs árlegrar ráðstefnu, félags anglíkanskra tónlistarmanna sem var haldin í St. Mark biskupakirkjunni íMinneapolis, MN.
Á næsta ári verður hún listrænn stjórnandi Saint Thomas Girl Chorister námskeiðsins í New York. Árið 2026 stýrir hún námskeiðum í kirkjutónlist í Nashotah House.
Sem orgelleikari hefur hún komið fram í tónleikasölum og kirkjum víðsvegar um Bandaríkin, Kanada, í Bretlandi og Evrópu og leikur í fyrsta sinn á Íslandi á Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Sem tónskáld einbeitir hún sér aðallega að kirkjutónlist og hafa verk hennar verið flutt í Bretlandi og víða í Norður-Ameríku.
Maxine Thévenot er fædd í Saskatchewan, Kanada. Hún hlaut BA-gráðu í tónlist frá háskólanum í Saskatchewan og Master of Music og Doctor of Musical Arts gráður frá Manhattan School of Music og þar hlaut hún tvisvar Bronson Ragan verðlaunin fyrir „framúrskarandi hæfileika í orgelleik“.Maxine er félagi í Royal Canadian College of Organists og Royal Conservatory of Music í Toronto og var gerð að heiðursfélaga við National College of Music, London, Bretlandi árið 2006 fyrir framlag sitt til tónlistar.