Blús milli fjalls og fjöru

Félagsheimili Patreksfjarðar

30. - 31. ágúst

Sala hefst

21. desember 2024, 17:42

()

Þrettánda hátíð Blús milli fjalls og fjöru verður haldin 30. og 31. ágúst næst komandi.

Erum við nú að byggja dagskrána á dægurlaga og rokktónlist í bland við blúsinn sem skipar stóran sess í hjörtum Vestfirðinga sem og annarra landsmanna.

Það verður ekki slegið af kröfunum í ár frekar enn endranær, eins og dagskráin ber með sér.  

Föstudagurinn 30. ágúst

Lítli Matjurtagarðurinn. Er gamalt og gott blúsband sem eru mikið í Jimmy Hendrix og tónlist frá þeim tíma. Þarna eru valinkunnir reynsluboltar á ferð sem opna dagskrána á föstudagskvöld í þetta sinn.

Bjartmar og Bergrisarnir. Þetta er eitt vinsælasta band landsins. Við erum stoltir yfir þessum feng á blúshátíð, sem eiga fjöldan allan af vinsælum lögum sem of langt yrði að telja hér.

Laugardagurinn 31. ágúst

Rock Paper Sisters. Er hágæða rokkband með Eyþór Inga í fararbroddi og það verður engin lognmolla. Eyþór er mikill skemmtikraftur, tónlistamaður og rokksöngvari af guðsnáð.

The Vintage Caravan ljúka svo blúshátíð í ár með þrumurokki og hávaða sem er ekki fyrir viðkvæma. Óskar Logi forsprakki hljómsveitarinnar kom á hátíðina með blúsband sitt árið 2020 og gerði stormandi lukku.

The Vintage Caravan fyllir tónlistarhallir og knattspyrnuvelli um allan heim, slíkar eru vinsældir þeirra. Í vetur fluttu þeir ásamt Eyþór Inga og fl. Tónleika með lögum Led Zeppelin í tvígang fyrir fullu húsi Hörpu á einum degi.

Þvílík skemmtun, maður lifandi. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í lok ágúst, fastagesti sem og ný andlit.

Aðstandendur Blús milli fjalls og fjöru

- Þar sem blúsinn lifir!

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger