Bríet x Birnir, útgáfutónleikar 1000 orð

Harpa

21. júní

Sala hefst

17. desember 2024, 17:17

()

Bríet x Birnir, útgáfutónleikar 1000 orð í Silfurbergi, Hörpu 21. Júní

Nýjasta verkefni Bríetar og Birnis mun koma hlustendum á óvart en einn góðan veðurdag ákváðu þau að kanna nýjar slóðir og leika sér að búa til dans tónlist. Eitt leiddi af öðru og úr varð þessi óvænta plata sem er bæði í senn uppfull af erfiðum tilfinningum en fær mann samt til að vilja dansa. Þetta er 11 laga dans plata sem ber heitið 1000 orð en þar fara Bríet og Birnir út fyrir þægindarammann og kanna nýjann hljóðheim ólíkum þeim sem þau hafa áður starfað við. Platan er ekki popp og ekki hip hop en á sama tíma samtvinnast hljómar Bríetar og Birnis á þann hátt að það mætti halda að þau hafi alltaf unnið saman. Og þá fá mann til að vilja að dansa! Platan fjallar um ást og uppgjör. Togstreytu. Rómantík. Vonbrigði.

Samhliða tökunum á plötunni framleiddu þau stuttmynd í samvinnu við Icelandair og Sensor.tv þar sem Bríet og Birnir eru í aðalhlutverki. Erlendur Sveinsson leikstýrði. Myndin er óvenjuleg að því leyti að þetta er stuttmynd þar sem þau túlka tilfinningarnar og textana af plötunni og tónlistin er soundtrack myndarinnar. Það sem er ennþá áhugaverðara er að við gerð handrits myndarinnar urðu einnig til ný lög sem að fóru svo á plötuna. Magnús Jóhann Ragnarsson sér um að búa til soundtrack-ið.

Á þessum einstaka tónleika viðburði verður stuttmyndin einnig frumsýnd svo þar fá gestir að upplifa plötuna með ólíkum hætti. Ekki láta þig vanta á þessa sannkölluðu listaverkasýningu og velkomin í nýjan hljóðheim Bríetar og Birnis!

Magnús Jóhann Ragnarsson og Bergur Einar Dagbjartsson munu svo spila undir.

Tónleikarnir eru standandi tónleikar.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger