Bangsímon

Margar staðsetningar

36 viðburðir

Sala hefst

21. október 2024, 21:07

()

Leikhópurinn Lotta bregður á leik í sumar með glænýjan íslenskan söngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans.

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Síðan heimsfaraldur skall á, hefur hópurinn ekki sett upp splunkunýtt verk eins og öll starfsár fram að því. Það er því fagnaðarefni að í ár taka þau upp þráðinn á ný og bjóða upp á risastóra gleðibombu um Bangsímon, Grísling, Kaniku, Eyrnaslapa, Uglu og fleiri skemmtilegar persónur!

Bangsímon er bráðskemmtileg sýning, stútfull af gleði, söng og húmor fyrir allann aldur. Sýningin er sýnd utandyra og því er um að gera að klæða sig eftir veðri, grípa með sér teppi eða tjaldstól að sitja á, nesti til að maula og myndavél til að taka myndir með persónunum eftir sýninguna. Sýningin er klukkutími að lengd.

Verkið skrifar Anna Bergljót Thorarensen og byggir það á hinum sígildu sögum um bangsann ljúfa. Anna Bergljót hefur skrifað ótal verk, m.a. fyrir leikhópinn Lottu og er gaman að geta þess að hún er afkastamesti höfundur barnaleikrita á Íslandi. Anna Bergljót leikstýrir einnig verkinu í sumar. Leikarar eru aðdáendum hópsins góðkunnug, þau Andrea Ösp Karlsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Þórunn Lárusdóttir. Þau hafa öll leikið með Lottu áður, sum meira en önnur en Steini (Sigsteinn Sigurbergsson) sem leikur titilhlutverkið í Bangsímon, hefur leikið í öllum sýningum sem Lotta hefur sett upp, frá upphafi.

Tónlist leikur stórt hlutverk í sýningunni, að vanda og er samin af Baldri Ragnarssyni, Rósu Ásgeirsdóttur og Þórði Gunnari Þorvaldssyni. Söngtextar eru eftir Önnu Bergljótu Thorarensen og Baldur Ragnarsson.

Að vanda mun hópurinn ferðast með sýninguna um allt land og sinna þannig afar mikilvægu hlutverki í þágu barnamenningar á Íslandi.

Miðaverð 3.700 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri.

Myndir úr sýningunni

Tónlistin úr sýningunni

Aðstandendur

Anna Bergljót Thorarensen

Höfundur

Anna Bergljót Thorarensen

Leikstjóri

Sif Elíasdóttir Bachmann

Danshöfundur

Eva Lind Rútsdóttir

Búningar

Baldur Ragnarsson

Höfundur laga

Leikarar

Andrea Ösp Karlsdóttir

Eyrnaslapi, Gúra & Sjúkraliði 3

Sigsteinn Sigurbergsson

Bangsímon & Sjúkraliði 4

Stefán Benedikt Vilhelmsson

Grislingur & Sjúkraliði 2

Sumarliði V. Snæland Ingimarsson

Jakob Kristófer & Kanika

Þórunn Lárusdóttir

Uglan, Kenga & Sjúkraliði 1

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger