© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
1. september
Sala hefst
1. desember 2024, 20:18
()
Rickie Lee Jones er margverðlaunuð bandarísk söngkona og lagahöfundur sem nýtur virðingar um allan heim fyrir lagasmíðar sínar. Hún hefur m.a. verið tilnefnd til átta Grammy verðlauna og þar af unnið þau tvisvar.
Rickie hefur veitt popp, rokk, R&B og soul tónlistarfólki innblástur um áratuga skeið og ævintýrið hófst með fyrstu plötu hennar árið 1979. Hún bar hennar eigið nafn, skaut Rickie á stjörnuhimininn og færði henni sín fyrstu Grammy verðlaun sem besti nýliði ársins
Á síðasta ári kom út 15. plata Rickie, Pieces of Treasure, þar sem hún vinnur á nýjan leik með Russ Titelman sem hljóðritaði fyrstu tvær plötur hennar. Platan hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda og hlustenda um allan heim og fékk Rickie sína áttundu Grammy tilnefningu sem Besti hefðbundni popp söngvari ársins fyrir plötuna.
Rickie hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin, Evrópu og Ástralíu og kemur til Íslands í september með tónleika í Silfurbergi Hörpu.
A-svæði: 13.990 kr.B-svæði: 12.990 kr. - UppseltC-svæði: 9.990 kr.
Umsjón: Sena Live