© 2025 Tix Miðasala
Breiðholtskirkja
•
25. maí
Sala hefst
4. apríl 2025, 16:37
()
Tónleikar í Breiðholtskirkjulaugardaginn 25. maí kl. 15:15
Combattimento
Fyrir 400 árum, í febrúar 1624, var nýtt söngverk eftir Claudio Monteverdi frumflutt á kjötkveðjuhátíðinni í Feneyjum: Il combattimento di Tancredi e Clorinda. Í þessu verki, sem byggir á broti úr söguljóði eftir skáldið Torquato Tasso, gerðist ýmislegt nýstárlegt. Efnistökin eru blóðug viðureign krossfarans Tancredi við Clorindu, bardagakonu úr liði andstæðinga hans sem Tancredi er ástfanginn af en ber ekki kennsl á. Sögumaður greinir áhorfendum frá atburðarásinni í stíl sem svipar stundum til talaðs máls meðan strengjahljóðfæri herma eftir bardagahljóðum, en í verkinu má finna eitt af fyrstu þekktu dæmunum um pizzicato. Sjálfur var Monteverdi sérlega ánægður með hversu vel honum tókst að tjá reiði með hröðum endurteknum nótum, en þessa tækni segist hann sjálfur hafa fundið upp.
Að öllum líkindum er þetta í fyrsta sinn sem Il combattimento di Tancredi e Clorinda er flutt hér á landi, en auk þess teflir Capella Reykjavicensis hér saman ólíkum verkum eftir Monteverdi sem endurspegla mismunandi hliðar tónskálds sem fór sínar eigin leiðir.
Efnisskrá:
Claudio Monteverdi (1567 - 1643) Tempro la cetra(úr Concerto: settimo libro de madrigali - Feneyjar, 1619)Ed è pur dunque vero(úr Scherzi musicali - Feneyjar, 1632)Giovanni Girolamo Kapsberger (u.þ.b. 1580 - 1651) Toccata seconda(úr Libro terzo d´intavolatura di chitarone - Róm, 1626)Claudio Monteverdi Sì dolce è´l tormento(úr Quarto scherzo delle ariose vaghezze - Feneyjar, 1624)
Hlé
Claudio Monteverdi Possente spirto(úr L´Orfeo - Favola in musica - frumflutningur 1607 í Mantua, gefið út í Feneyjum 1609)Giovanni Maria Trabaci (u.þ.b. 1575 - 1647) Ancidetemi pur per l´Arpa(úr Il Secondo Libro de Recercate, & altri varij Capricci - Napoli, 1615)Claudio Monteverdi Il combattimento di Tancredi e Clorinda(frumflutningur 1624 í Feneyjum, síðar gefið út í Madrigali guerrieri et amorosi - Feneyjar, 1638)
Flytjendur:
Capella Reykjavicensis
Enrico Busia tenórÁsta Sigríður Arnardóttir sópranHildigunnur Halldórsdóttir barokkfiðlaAgnes Eyja Gunnarsdóttir barokkfiðlaNatalia Duarte Jeremías barokkvíólaÞórdís Gerður Jónsdóttir barokksellóSólveig Thoroddsen barokkharpaSergio Coto Blanco teorba og barokkgítarÁgúst Ingi Ágústsson orgel
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði.