LungA SPIRAL

Seyðisfjörður

20. júlí

Sala hefst

20. janúar 2025, 16:38

()

  1. 15 000: Miði á tónleikana

  2. 17 000: Miði á tónleikana með LungA nælu (Takmarkað upplag)

  3. 35 000: Miði á tónleikana með LungA ullarbuff & næla (40 miðar til í takmörkuðu upplagi)

20. júlí mun LungA SPIRAL standa fyrir tónleikaveislu og myndlistarsprengju, með öllum lokasýningum þátttakanda SPIRAL. Þetta árið markar endalok LungA, hátíðartónleikarnir verða því uppskerufögnuður og kveðjuathöfn hátíðarinnar. Áherslur eru á gleði, jafnrétti, sælu og sköpunargleði! Tónleikarnir verða haldnir í hjarta Seyðisfjarðar og mun vera um útitónleika að ræða.

Fram koma, ásamt fleirum sem verða tilkynntir síðar:

Reykjavík!

Jae Tyler

Sandrayati

Flesh Machine

Sunna Margrét

Virgin Orchestra

Sóðaskapur

Listahátíðin LungA hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn áhugaverðasti og framsæknasti listviðburður landsins og fer nú fram í tuttugasta og fimmta og í seinasta sinn, dagana 15.-20. júlí, næstkomandi. Meðan á hátíðinni stendur iðar Seyðisfjarðarbær af lífi þegar gestir og listafólk frá öllum heimshornum drífur þar að í nafni sköpunargleðinnar.

Það þarf að framvísa skilríkjum þegar miðinn er sóttur. Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum/ábyrgðaraðila. Athugið að hafir þú í huga að skrá þig í listasmiðju á LungA er tónleikamiðinn innifalinn í því verði. Skráningar í listasmiðjur hefjast um miðjan maí.

Við viljum vekja athygli á því að Seyðfirðingar eiga kost á nágranna miðum og er því vísað að hafa beint samband við skipuleggjendur hátíðarinnar.

www.lunga.is

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger