Tix.is

Um viðburðinn

Fred Armisen hefur komið víða við á sínum ferli sem grínisti, rithöfundur, framleiðandi og tónlistarmaður. Fred er einn af heilunum á bakvið Portlandia, lék Uncle Fester í Netflix þáttunum Wednesday, trommari og hljómsveitarstjórnandi Late Night with Seth Meyers og einn aðalleikara Saturday Night Live í 11 ár.  Einnig hefur Fred leikið í ótal grínmyndum og þáttum á borð við EuroTrip, The Dictator, 30 Rock, Parks and Recreation, Brooklyn Nine-Nine, New Girl, Broad City, Curb Your Enthusiasm og svo lengi mætti telja.

Nú er Fred á leiðinni á Evróputúr með sýninguna Comedy for Musicians (But Everyone is Welcome) með viðkomu á Íslandi og mun koma fram í Háskólabíói laugardaginn 21. september. Sýningin er einmitt það sem nafn hennar gefur til kynna - blanda af kómískum pælingum með tónlistarafbrigðum - en fyrst og fremst uppistand frekar en tónleikar.

Miðaverð er 9.990 kr og eingöngu er selt í númeruð sæti.

Umsjón: Sena Live