Berjadagar - KK og Ellen

Menningarhúsið Tjarnarborg

16. júní

Sala hefst

18. desember 2024, 11:18

()

Systkinin sem allir elska!

Þau koma í Ólafsfjörð og flytja íslenskar lagaperlur eins og þeim einum er lagið! Allir velkomnir að skapa stemningu í Tjarnarborg með tónlistarmönnunum sem smjúga inní hjörtu landsmanna á öldum ljósvakans, á hljómplötum og í gegnum netið í áratugi. Nú er tækifæri til að setjast í huggulegheit á Berjadögum með Kristjáni Kristjánssyni og Ellen Kristjánsdóttur. Góða skemmtun!

Miðinn gildir einnig á tónleikana Tveir flyglar í Tjarnarborg kl. 20 

www.berjadagar.is

Tónleikar KK og Ellen hefjast kl. 21:30 og veitingar seldar frá kl. 21:00.

Um Berjadaga:

Hlýðið á tónleika á glæsilegu sviði Menningarhússins, Tjarnarborg, í Ólafsfirði

frá 14. júní - 17. júní.

Íslenskir hljóðfæraleikarar og söngvarar láta ljós sitt skína! www.berjadaga.is

Listræn stjórnun:

Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari

Listamenn:

KK & Ellen

Flygladúóið Sóley

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran

Jóhannes Andreasen píanó

Hrólfur Sæmundsson baritón

Sólveig Thoroddsen barokkharpa, söngur og gotnesk harpa

Laufey Sigrún Haraldsdóttir píanó

Karel Tjörvi Ránarson Reina grafísk hönnun

Sergio Coto Blanco endurreisnarlútur

Ólöf Sigursveinsdóttir selló og listrænn stjórnandi

Dr. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur

Sólborg Valdimarsdóttir píanó

Ármann Helgason klarínett

Guito Thomas gítar og söngur

Sigursveinn Magnússon píanó

Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran

Rodrigo Lopes slagverk

Um hátíðina

Berjadagar er fjölskylduvæn fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer árlega í Ólafsfirði* í Fjallabyggð, Norðurlandi eystra. Hátíðin var stofnuð 1998 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera. Berjadagar voru stofnaðir með einkunnarorðin ,,Náttúra og listsköpun” í huga af Erni Magnússyni píanóleikara. Listrænn stjórnandi frá 2013 er bróðurdóttir hans Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.

*Ólafsfjörður liggur 60 km norður af Akureyri og þar er hinn frægi Ólafsfjarðarmúli. Keyrsla milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er ca. 20 mínútur og keyrsla milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er ca 15 mínútur.

Berjadagar njóta stuðnings frá Bæjarsjóði Fjallabyggðar, Tónlistarsjóði Rannís, Uppbyggingarsjóði Norðurlands-eystri og Menningarsjóði FÍH. Eftirtalin fyrirtæki styrkja einnig hátíðina: Norðurorka hf, Árni Helgason ehf, Rammi ehf

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger