Ferðin til Limbó

Leikfélag Kópavogs

28. - 29. september

Leikfélag Kópavogs sýnir barnaleikritið „Ferðin til Limbó“ eftir Ingibjörgu Jónsdóttur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. 

Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma. 

Leikritið er bráðskemmtilegt ævintýri fyrir yngri kynslóðina en skemmtilegir karakterar koma fram í verkinu sem kítla hláturtaugarnar.

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger