Tix.is

Um viðburðinn

Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.

 25. júní kl. 19:00 – 22:00, Fjarfundur á vefnum

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
  • Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?
  • Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga?
  • Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
  • Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
  • Hvaða skatta kem ég til með að greiða?

 

Fyrirlesari mun svara spurningum þátttakenda og fer auk þess yfir tékklista þar sem tekið er á hverju skrefi í undirbúningi lífeyristöku.

 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja undirbúa sig vel og vandlega fyrir starfslok og ná betri yfirsýn yfir sín lífeyrismál. Námskeiðið hentar sérlega vel þeim sem eru 55 ára og eldri.

 

Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda.

 

Fyrirlesarinn

Björn Berg Gunnarsson er fjármálaráðgjafi með hefur 16 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar.