© 2024 Tix Miðasala
Margar staðsetningar
•
1. - 7. júlí
Sala hefst
30. desember 2024, 14:44
()
Landsmót hestamanna fer fram í Víðidal í Reykjavík dagana 1.-7. júlí 2024. Tryggðu þér miða í tíma á þennan stærsta viðburð Íslandshestamennskunnar.
Landsmót í Víðidal 2024 verður það 25. í röðinni og í fjórða skipti sem mótið verður haldið í Reykjavík.
Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.
Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti.
Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.
Búast má við rúmlega 7.500 gestum á mótið. Stærsti hópurinn eru Íslendingar en á eftir þeim koma Þjóðverjar, Svíar, Danir og Bandaríkjamenn. Gestir síðasta móts á Hellu 2022 komu frá 17 löndum.
Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.
Nánar á www.landsmot.is