Eltum veðrið !

Þjóðleikhúsið

9 sýningar

Miðaverð frá

6.795 kr.

Allt í uppnámi í árlegri útilegu vinahópsins!  

Skrautlegur vinahópur heldur í sína árlegu útilegu þar sem allt þarf að vera á sínum stað - rétta stæðið fyrir hjólhýsin, moðsteikta holulambið, soundboxið og allt hitt. En nú er samt ekkert eins og það var, því það vantar eina í hópinn. Hver og einn er með sínar hugmyndir um það hvernig á að bregðast við nýrri stöðu og hin árlega samkoma vinahópsins tekur óvænta og stórvarasama stefnu!   

Veit Hjálmar um öskuna? Fær Guðrún „closure“ á stóra málið? Mun viðhafnarnámið nýtast Andra á toppnum? Hvar gisti Svandís í nótt? Og er David Clark allur þar sem hann er séður?  

Bráðfyndið nýtt verk, samið af mörgum fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins, unnið upp úr missönnum sögum af útilegum á Íslandi þar sem allt fer í steik!  

Hér er unnið með list leikarans og samband hans við áhorfendur af hugmyndaauðgi, fjöri og hæfilegu kæruleysi, um leið og þjóðarsálin er krufin. Óborganlegar aðstæður sem við þekkjum öll – alltof vel!  

Sýning um þjóðaríþrótt okkar Íslendinga: Að elta veðrið!  

Leikarar: Eygló Hilmarsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson.   

*Höfundar, auk leikhóps: Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Aðstoðarleikstjórn: Kjartan Darri Kristjánsson

Tónlist: Sváfnir Sigurðarson

Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir

Búningar: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Myndband: Ásta Jónína Arnardóttir

Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger